Sunnudagur 05.maí 2013

Oblivion! Fór á þessa mynd um daginn og verð að segja að hún var nokkuð góð. Ef maður lítur framhjá öllum þeim myndum sem að komu til greina sem áhrifavaldar. Myndin var sambland af The Matrix, independence day og Planet of the Apes. Annars var útlitið á myndinni flott. Umhverfið (Ísland) kom vel út. Útlitiishönnunin gékk upp og sérstaklega var búið að hugsa mikið um flugfar aðalleikarans. En þrátt fyrir flotta mynd þá hefði ég viljað sjá aðeins frumlegri sögu.

Laugardagur 04.maí 2013
Ný síða komin í loftið. Var með einhverja blogspot síðu sem ég byrjaði 2007, en ætla að prófa að halda þessu bloggi hér á þessari síðu. Í rauninni er ég skrifa þennan texta eingöngu til þess að sjá hvernig þetta blogg kemur út á netinu. Er að setja þetta upp í dramweaver þessa stundina, en erfitt að sjá heildarútlitið fyrr en það er komið á netið :) Held samt að ég mun ekki skrifa eitthvað hér á hverjum degi, en eitthvað sem vekur áhuga minn hvað varðar hönnun, teikningar og myndlist.